Afrifumiðar - Total Pakkar

IndexOpen-T-870415Einu sinni var ekki til internet, engar vefsíður og enginn tölvupóstur....ekki hægt að skella inn flottum banner til að fá umsóknir eða koma sér á framfæri.  Þá var nú öldin önnur skal ég segja ykkur.  Þá var bara notast við venjulegar póst samgöngur (sem í dag kallast "snigla póstur" og til þess að koma sér á framfæri virkaði mjög vel að TALA bara við fólk, senda bréf og nota það sem kallast AFRIFUMIÐAR.

Þegar ég var ung í viðskiptunum, 1900 og eitthvað, á þessum árum þar sem þessarar miklu tækni naut ekki við þurftum við að vera dugleg að nota hugmyndaflugið og bjarga okkur.

Ég byggði mín viðskipti þá meðal annars á AFRIFUMIÐUM sem ég hengdi upp í búðum, sjoppum, sundlaugum, snyrtistofum og fleiri stöðum þar sem auglýsingatöflur var að finna.  Ég útbjó mér möppu með bunka af svona blöðum og var alltaf með í bílnum.  Þá var ég alltaf viðbúin (kannski gamla skátaeðlið hafi eitthvað með það að gera.....), þar að auki var ég búin að koma mér upp n.k. föstum rúntum, fór á ca. 5 staði í hverjum rúnt, 2x í viku hvern rúnt.  Þetta voru staðir þar sem ég var búin að fá leyfi til að hengja upp auglýsingar, þannig að þetta var nokkuð fljótgert.  Svona til að þið fáið meiri innsýn inní tæknina, þá voru þessir miðar handskrifaðir með svörtum túss og þegar ég var heppin komst ég í ljósritunarvél og gat þar af leiðandi sparað mikinn tíma....

Stundum er gott að horfa til baka og sjá hvað var að virka í "gamla daga"...sérstaklega þegar maður er að drukna í allri tækninni, "rusl"póstur flæðir inn um allar gáttir, hvort sem það er bréfalúgan eða Outlookið í tölvunni.

afrifaNú er ég búin að skella gömlum afrifumiða í nýtt look...með Total Pakka áherslu.  Linkurinn er hér til hliðar undir Total Pakkar.  Þið getið nú prufað að vera "gamal dags" og tekið herferð í að hengja upp afrifumiða.  Munið bara að breyta öllum upplýsingum á miðanum í ýkkar upplýsingar.

Ef þið eruð með vefsíðu til að beina fólki inná, þá ráðlegg ég ykkur að setja Total Pakka auglýsinguna sem er til inná centernum sem efstu sögu svona til að þetta passi allt saman.

Gangi ykkur vel !

Halldóra "gamla"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff maður fyllist alveg "fear of loss"..

eins gott að fara að hengja upp svona afrifumiða

Hildur (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 03:23

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Ástarþakkir... Ég  var einmitt að leggja höfuðið í bleyti yfir því hvernig ég ætti að útbúa afrifumiða fyrir pakkana. Ég er líka gamaldags og er alltaf með afrifumiða í gangi hér í nágrenninu. Þó fólk viti hver ég er þá sýnir það bara að ég er ennþá að en eins og við vitum er fólk oft að bíða eftir að maður hætti og gefist upp hehe. Nú fara þessir glæsilegu afrifumiðar upp hér og þar í nágrenninu. Takk enn og aftur. 

Solveig Friðriksdóttir, 6.7.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband