25.5.2007 | 12:15
Leitin að hamingjunni......
Ég verð bara að segja ykkur frá mynd sem við Malli sáum í gær, ákváðum að taka eitt kvöld rólega og gleyma okkur í góðri bíómynd.
En þetta varð aðeins öðruvísi en við höfðum hugsað okkur þar sem myndin hafði gríðarleg áhrif á okkur og í stað þess að dotta yfir henni stóð ég upp með ótrúlega skrýtna tilfinningu að myndinni lokinni. Ég var með spennuverki í magann, tárin í augunum og svo gríðarlega þakklát fyrir þetta tækifæri sem við höfum í höndunum og heitir Herbalife.
Þrátt fyrir að aðstæður okkar séu allt aðrar og við eigum fullt að góðu fólki að, þá er samt ótrúlega auðvelt, en sárt, að setja sig í spor þessa manns og hugsa þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef við hefðum ekki stokkið á þessi viðskipti.
Það getur verið svo ótrúlega auðvelt að sökkva í aðstæður þar sem maður hættir að ráða ferðinni og eina lausnin virðist vera að leggjast bara niður og gefast upp. En hvað hefur maður þá unnið....??
Erfiðast er að halda áfram að brosa, halda andlitinu, halda sönsum og að halda í vonina um að einhvern tíman stytti upp og það komi að því að draumarnir mínir rætist líka.
Ég man alveg eftir tímabilum þar sem ég átti mjög erfitt með að halda áfram.....þegar reikningar, ítrekanir og lokaviðvaranir virtust framleiðast í bréfalúgunni hjá mér, debetkortinu var hafnað á kassanum í búðinni aftur og aftur þegar ég var að kaupa mat og enginn peningur afgangs, þá var auðvelt að detta í vonleysi og erfitt að hugsa hvernig í ósköpunum var hægt að sjá von um að hlutirnir færu nokkurntíman batnandi......
En hvað gerir maður þá....?? Jim Rohn segir að maður taki af skarið út af tveimur ástæðum.... Annað hvort er maður Disgust eða Desperate ! Og þegar maður lendir í þeim aðstæðum...þá eru ótrúlegir hlutir sem maður getur gert. Og merkilegt en nokk....það kemur sumar eftir veturinn, alveg sama hversu harður og kaldur hann er.....og það er sú tilhugsun sem maður á að láta ylja sér á köldum vetrarkvöldum.
Það er annað sem var mér ofarlega í huga eftir að hafa horft á þessa mynd... Mér finnst ég ekki búin að fara nógu vel með þetta tækifæri sem ég hef í höndunum. Er ég að nýta það til fulls....?? Gæti ég verið að gera betur....?? Er einhver annar sem er núna í sömu sporum og ég var í, sem þarf á svona tækifæri að halda...?? Er ég örugglega að tala við alla...??
Ég tók allavega ákvörðun um að vinna betur og gefa öllum séns á að breyta sínum aðstæðum, hætta að vera hrædd við höfnun. Þannig að fókusinn er ekki hvað skrái ég marga inn........heldur hvað tala ég við marga, skiptir ekki máli hvort fólk segir NEI eða JÁ....mitt hlutverk er að gefa fólki tækifæri til að velja.
Halldóra
Athugasemdir
Sæl Halldóra og takk fyrir þessa frábæru punkta hjá þér og virkilega gaman að rifja þetta upp... Hvað það er sem veldur því að maður er tilbúin að fara aðrar leiðir og gera smá extra þegar aðrir eru bara uppí sófa og þenja bumbuna. Afhverju við erum að lesa og endurforrita okkur smátt og smátt... einfalt. við viljum breita okkar aðstæðum og njóta velgengni og viðurkenningar í þjóðfélaginu... ekki bara falla í fjöldan.
Ég þarf að sjá þessa mynd... hún hefur boðskap.
Takk fyrir að vera þú
kv. Þuríður Ósk
Þuríður Ósk Elíasdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 17:12
Takk !! Góðir punktar Þuríður !
Halldóra
Halldóra (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 18:04
Hæ aftur allir
Ég gerðist svo góð að ná mér í myndina og var að klára að horfa... og bara snild.
Boðskapurinn... Ef við eigum okkur draum og trúum á okkur getum við gert allt sem við viljum og það getur engin stolið því frá okkur.
Trúið á ykkur, þið eigið allt gott skilið og ekki láta fólk stela frá ykkur draumnum ykkar hver sem hann er.
kv. Þuríður Ósk
Þuríður Ósk Elíasdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 01:09
já þetta er rosaleg mynd, þegar ég sá hana í febrúar hugsaði skrifaði ég það niður að hengja mynd af honum upp á vegg svona aðeins til að minna mann á..
þetta er það sem ég einmitt bloggaði um hana:
"það er bara skylda að allir sjái þessa mynd!!
Hún fær mann til að hugsa sig um og HÆTTA að kvarta og væla yfir öllum smáatriðunum sem eru að ergja mann svona dags daglega!
-sama hvað bara ekki gefast upp- "
Og sama hér, ég varð ótrúlega þakklát fyrir að Kristín skyldi ekki hafa gefist uppá að láta mig vita af Herbalife.. en veit líka að ég er ekki að vinna mína vinnu fyllilega.. Nú eru mánaðarmót og klukkan að slá 12 þannig að núna er gott að lofa sér að gera betur í júní en maí..
Hildur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.