5.5.2007 | 17:19
Annar séns til að sjá The Secret í Háskólabíó !!!
Já...
Aðsóknin var þvílík á sýninguna sem var haldin síðastliðið fimmtudagskvöld að fullt var út úr dyrum.
Stjórnunarfélagið hefur þess vegna ákveðið að halda aðra sýningu miðvikudagskvöldið 16. maí, kl 20:00 í Háskólabíó. Skráning og dagskrárupplýsingar eru nákvæmlega eins og í síðustu færslu, eina sem breytist er dagsetningin.
Það er bara frábært að fá tækifæri til að sjá þessa stórmerkilegu mynd í alvöru bíó umhverfi, og ekki síst að fá fyrirlestur á eftir sem útskýrir efnið enn betur.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og sérstaklega þá sem ekki hafa enn séð "The Secret"
Halldóra & Maríus
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 00:53
Secret í Háskólabíó ! Við komum af stað æði....
Þér er boðið að koma og sjá "THE SECRET"
í Háskólabíói og á fyrirlestur um "The Law of Attraction" - FRÍTT fyrir þig og gesti þína
Hvenær: Fimmtudaginn 3. maí 2007, kl. 20:00
Hvar: Háskólabíó, Stóri salur
Við bjóðum þér að koma og sjá FRÍTT myndina sem er að breyta heiminum og allir eru að tala um. Þátttaka er ÓKEYPIS og öllum heimil meðan húsrúm leyfir, en skrá þarf þátttöku til að tryggja sér sæti (sjá neðst í skeytinu). Aðeins þessi eina sýning. Bókaðu þátttöku þína og þinna í dag.
DAGSKRÁ - Háskólabíó, Stóri salur, fimmtudagurinn 3. maí 2007: Kl. 20:00 Inngangur og kynningKl. 20:10 Sýning á myndinni "The Secret" (91 mín.)
Kl. 21:40 Hlé
Kl. 21:50 Fyrirlestur - The Law of Attraction - Maurice De Castro
Kl. 22:30 Samantekt og slit.
Þátttaka er ókeypis og öllum heimil meðan húsrúm leyfir, en skrá þarf þátttöku til að tryggja sér sæti.
Einfalt og fljótlegt að skrá þátttöku:
Þú gerir svarskeyti á þennan tölvupóst eða sendir skeyti á netfangið: stjornandinn@stjornandinn.is og tilgreinir:
Skráning einstakllinga:
- Nafn þátttakanda:
- Kennitala:
- Netfang:
Fjöldaskráningar fyrirtækja:
- Fjöldi sæta:
- Fyrirtæki:
- Kennitala:
- Tengiliður:
- Netfang:
Þú færð svo senda á tölvupósti staðfestingu um þátttöku. Þessi viðburður verður ekki auglýstur nema með þessum tölvupósti. Sendu hann áfram til allra sem þú þekkir og þú telur að gætu hafa ánægju og ávinning að því að koma.
Þátttaka er ókeypis - takmarkaður sætafjöldi - skráðu þátttöku þína í dag.
Stjórnunarfélag Íslands
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 00:43
Metfjöldi og fullt út úr dyrum !
Það er óhætt að segja að það hafi bókstaflega verið fullt út úr dyrum....yfir 60 manns sóttu Heilsuklúbba - og Vörufræðslukvöld í Centernum í kvöld og voru yfir 30 gestir, setið á öllum stólum (þar með talið barnahúsgögnunum og málingartröppunum), staðið upp með veggjunum, setið á gólfinu og sumir stóðu í útidyragættinni !!!
Sérstaki gesturinn okkar, Jónína Guðjóns fór á kostum og ég held að það sé óhætt að segja að fólk hafi farið heim með það í huga að Herbalife er ALGJÖRLEGA málið og það er ekki hægt að bíða með það að fara á ALLA vöruna.
Þetta var sem sagt bara SMASHING SUCCESS og eitthvað sem við þurfum að gera reglulega.
Nú er bara að halda til Danmerkur..... og sýna Dönunum hvernig Íslendingar gera þetta !!
Halldóra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2007 | 22:04
Heilsuklúbba - Vörufræðslukvöld 2. maí kl. 20
Miðvikudaginn 2. maí verðum við með Heilsuklúbba - Viðskiptavina - Vörufræðslukvöld í Centernum í Hafnarfirði !!
Erum svo heppin að fá frábæran gest - Guðrún Jónínu Guðjónsdóttur, Millioners Team og Hjúkrunarfræðing til þess að fræða okkur um vörur Herbalfie og heilbrigðan lífsstíl.
Allir gestir og dreifingaraðilar velkomnir, ætlum að gefa fólki innsýn inní Heilsuklúbba, hvað það þýðir að vera í klúbb og hverju það er að skila. Sjeik og te í boði !!
Frítt inn fyrir gesti en 500.- kr fyrir dreifingaraðila (ID númer)
Hlökkum til að sjá ykkur !
Halldóra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 14:26
Breytingar í gangi !
Í kvöld þriðjudag, 1. maí, verður síðasti netfundurinn eins og við höfum þekkt þá síðustu mánuði og ár.
Nú er bara komið að því að allir ungarnir okkar eru að verða stórir....komnir með sína unga til að hugsa um, tilbúnir að fljúga úr hreiðrinu og verða að fyrirmyndar leiðtogum.
Í kvöld ætlum við að fara yfir hvernig framhaldið verður...eins langt allavega eins og við erum búin að móta það, restin er síðan í höndum hvers og eins eftir því hvert hann er að fara og hvað hann vill fá út úr sínum viðskiptum.
Við erum með fullt af spennandi plönum í gangi og erum að sjálfsögðu ekki að fara neitt, meira að skapa svigrúm fyrir þá sem eru að vaxa og vilja taka ábyrgð.
Dagskráin í kvöld:
Kl. 20 - Framtíðarplönin - opið fyrir alla dreifingaraðila
Kl. 21 - Lífsstílsfundur fyrir gesti og dreifingaraðila
kl. 21.30 - HOM fundur þar sem við förum yfir hvað Herbalife viðskiptin hafa uppá að bjóða
Fundurinn er á fundarhólfinu: www.fundur.net
Hlökkum til að "sjá" ykkur !
Halldóra & Malli
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 01:43
Frábær fundur í dag (sunnudag) !
Það var svakaleg stemming, eftirvænting og mikil spenna í loftinu þegar Malli fór yfir allt það helsta sem hann lærði í LA, á hátt í 4ra tíma fundi í dag. Það er óhætt að segja að fólk hafi rekið upp hróp við og við þegar hver snilldin á fætur annari leit dagsins ljós !
En það sem við vildum kannski helst koma til skila var hversu fagmnnlega Doran Andry og hans fólk er að "tríta" þessi viðskipti. Það er hvergi veikan hlekk að finna, og staðfestir árangur þeirra það svo um munar.
En við meigum hins vegar ekki tapa okkur í því sem er nýtt og spennandi, heldur skoða það algjörlega í framhjáhlaupi við það sem við erum nú þegar að gera og finna hvað við getum jafnvel bætt inní hjá okkur. Við meigum ekki gleyma því að það sem við höfum í höndunum í dag, RJ kerfið, er búið að framleiða núþegar allavega 7 GET Team, 2 Millioners Team og 1 Presidents Team á síðustu 4 árum !! Og við vitum að það er bara tímaspursmál hvenær næsta lota hefst !
Nú þegar er margt sem við getum tekið til okkar og fléttað inní okkar viðskipti, sérstaklega vinnu attitudið og það að við erum að vinna viðskipti sem eiga eftir að skapa okkur "óraunverulegan" lífsstíl eftir ekki svo langan tíma......bara ef.....við nennum og höfum trú á því að það muni gerast fyrir okkur alveg eins og allt hitt fólkið.
Við stefnum að því að fara sjálf í gegnum fyrsta skrefið í þessu sem kallast mentoring, og snýr að því að vinna í fókusnum, markmiðunum, væntingunum, draumunum og skipulagningu. Hvað verður svo, á eftir að koma í ljós....... en eitt er víst að þetta er svakalega spennandi og ég er nokkuð viss um að margir séu núþegar búnir að setja viðmiðin hærra hvað varðar margt í þessum viðskiptum !!
Það getur vel verið að við skellum okkur í að fara yfir þetta á fundarhólfinu fljótlega fyrir þá sem búa úti á landi, þannig að endilega fylgjast með.
Dreams DO come true !
Halldóra
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2007 | 15:12
Nýr flokkur hér til hliðar...
Jæja nú er ég búin að setja inn flokk fyrir allar promotionir sem eru í gangi, þannig að þið getið verið viss um að missa ekki af neinu !
Set meira inn síðar....
Halldóra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 19:10
Það heitasta frá LA !
Jæja þá er að komast mynd á þetta með sunnudaginn.
Við ætlum sem sagt að hittast uppí Hafnarfjarðar centernum á sunnudaginn kl. 12-14. (Bæjarhrauni 10 - ofan fasteignasöluna Hraunhamar)
Fundurinn verður opinn öllum World Teamum og þeim Supervisorum sem hafa brennandi áhuga á að vita hvað Maríus var að læra og upplifa í LA.
Verð: 500.- kr á mann
Hann ætlar að fara aðeins í það sem Doran Andry og hans fólk er að gera í sínum viðskiptum, hvernig þau fara að því að vera með milli 15.000 - 20.000 vp í personal volume í hverjum mánuði, hvernig þau eru að vinna úr þeim umsóknum sem koma og hvað þau eru að kenna nýju fólki sem er að fara af stað og ætlar sér að nota þetta viðskiptatækifæri til að ná langt.
Fáum líka að sjá DVD sem þau nota til þess að sigta út hverja þau vilja vinna með, kíkja á online skrifstofuna og margt fleira.
Án efa á þessi innsýn eftir að hjálpa okkur að víkka sjóndeildarhringinn, sjá hvað er hægt að gera ótrúlega hluti í þessum viðskiptum og kannski umfram allt hjálpa okkur að setja markið enn hærra !!
Við erum að vinna í því að koma nettengingunni í gang.....og ef af því verður þá ætlum við að reyna að varpa einhverju af þessu inná fundarhólfið.
Segjum þetta gott í bili....
Smelltu fyrir: Doran Andry video
Halldóra
P.s. er ennþá að læra á kerfið, þannig að allir linkar verða vonandi klárir fljótlega
Lífstíll | Breytt 27.4.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2007 | 23:34
New beginning !
Jæja...er ekki mál til komið að við nýtum okkur tæknina ?!
Þessa síðu erum við að hugsa sem upplýsingasíðu fyrir allt það skemmtilega og spennandi sem er að gerast í HM grúppunni, ásamt því að setja hér inn alla sem eru að skipta um pinna, Topp 5 listann, allar promotionir, tilkynningar, þá sem eru aktívir Supervisorar og Wt....og fullt af gagnlegum upplýsingum fyrir okkur öll.
Þannig að...þið ættuð að vera dugleg að kíkja hér inn svo þið missið nú örugglega ekki af neinu...góð regla er að kíkja daglega.
Endilega verið dugleg að kommenta og koma með jákvæðar sögur af því sem er að gerast !
Kveðja
Halldóra
Lífstíll | Breytt 27.4.2007 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)