11.7.2007 | 18:43
Somewhere over the rainbow....
Erum við ekki öll að díla við það sama...??
Óttann við að við séum ekki nógu góð...eða nógu klár...nógu hugrökk...eða nógu falleg... Óttann við að láta okkur dreyma...að það sé asnalegt að eiga drauma af því að þeir munu hvort eð er ekki rætast...
Við förum öll í gegnum stundir þar sem allt er auðvelt og allt gengur vel, sjálfstraustið í botni og við finnum að við getum sigrað heiminn ! Þá er gaman að vera til.
En svo koma tímabil þar sem ekkert gengur upp, ekkert nema mótlæti og allt virðist ganga á afturfótunum. Við missum sjálfstraustið, förum að efast...efast um okkur sjálf og efast um að við munum nokkurntíma verða nógu góð til þess eiga skilið að draumarnir rætist.
Það er akkúrat á svona tímum sem það virðist vera miklu auðveldara að gefast bara upp frekar en að vinna á móti erfiðleikunum. Þá er bara miklu betra að pakka draumunum niður og gerast hinn venjulegi "meðal-Jón" sem þarf ekki að díla við hlutina, heldur flýtur bara með straumnum.
Þá er betra að sleppa því að mæta á STS, því þar er bara verið að núa því okkur um nasir hvað við erum glötuð...svo ekki sé nú talað um að sleppa því að fara á Extravaganza...þar er bara verið að strá salti í sárin !!
En.....stoppum aðeins....og hugsum til baka... Hverju hefur þú áorkað síðan þú tókst það stóra skref að verða Herbalife dreifingaraðili ?? Hvað hefurðu lært, sem á án efa eftir að gagnast þér um ókomna tíð ?? Og hvað hefur þú gert til þess að hjálpa öðrum við að breyta sínu lífi ?? Hvað hefur þú látið gott af þér leiða ??
Stundum þarf maður að spóla til baka og horfa á heildarmyndina. Og gera sér grein fyrir því að þó að maður sé ekki komin þangað sem maður vill vera er ekki þar með sagt að maður sé glataður...og muni aldrei komast á leiðarenda.
Ég átti það til að frjósa hreinlega og vilja bara gefast upp þegar erfiðleikar blöstu við, bæði stórir og litlir, hvort sem það var bara í lífinu eða Herba-lífinu. En þökk sé þeim þroska sem maður fær að taka út í Herbalife, þá hefur mér lærst það að þegar erfileikar banka upp þá er eitthvað spennandi ferli að fara í gang og eina sem ég þarf að hugsa um á meðan er að gefast ekki upp ! Þá veit ég að það er verið að kenna mér eitthvað sem mun koma mér til góða aftur og aftur, ég veit að eftir að sigrast á erfiðleikum verð ég sterkari og betri á leið minni í að láta alla mína drauma rætast.
Eitt það eftirminnilegast af Presidents Sumit í Los Angeles var þegar Alan Lorenz talaði um drauma.... Þegar hann var búin að klúðra sínu dásamlega lífi sem hann fæddist inní, lagði hann af stað til að finna Galdrakarlinn í Oz. Á leið sinni hitti hann Fuglahræðuna, Tinmanninn og Ljónið, sem voru líka búin að týna draumunum sínum og efuðust um sjálfa sig, hann tók þau með sér og saman fóru þau og hittu Mark Hughes til þess að eignast drauma.
Smelltu á linkinn og láttu Alan Lorenz taka þig í ferðalag til Oz !
Dustaðu rykið af draumunum þínum því þú átt allt það besta skilið !
Og vertu með okkur um helgina á frábæru RJ kvöldi á föstudaginn kl. 18 Grand Hótel og svo á mögnuðum STS skóla á laugardaginn, Grand Hótel.
Og til þess að gulltryggja draumana kemurðu að sjálfsögðu með okkur til Kölnar á Extravaganza !!
Halldóra
Lífstíll | Breytt 13.8.2007 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 22:27
Afrifumiðar - Total Pakkar
Einu sinni var ekki til internet, engar vefsíður og enginn tölvupóstur....ekki hægt að skella inn flottum banner til að fá umsóknir eða koma sér á framfæri. Þá var nú öldin önnur skal ég segja ykkur. Þá var bara notast við venjulegar póst samgöngur (sem í dag kallast "snigla póstur" og til þess að koma sér á framfæri virkaði mjög vel að TALA bara við fólk, senda bréf og nota það sem kallast AFRIFUMIÐAR.
Þegar ég var ung í viðskiptunum, 1900 og eitthvað, á þessum árum þar sem þessarar miklu tækni naut ekki við þurftum við að vera dugleg að nota hugmyndaflugið og bjarga okkur.
Ég byggði mín viðskipti þá meðal annars á AFRIFUMIÐUM sem ég hengdi upp í búðum, sjoppum, sundlaugum, snyrtistofum og fleiri stöðum þar sem auglýsingatöflur var að finna. Ég útbjó mér möppu með bunka af svona blöðum og var alltaf með í bílnum. Þá var ég alltaf viðbúin (kannski gamla skátaeðlið hafi eitthvað með það að gera.....), þar að auki var ég búin að koma mér upp n.k. föstum rúntum, fór á ca. 5 staði í hverjum rúnt, 2x í viku hvern rúnt. Þetta voru staðir þar sem ég var búin að fá leyfi til að hengja upp auglýsingar, þannig að þetta var nokkuð fljótgert. Svona til að þið fáið meiri innsýn inní tæknina, þá voru þessir miðar handskrifaðir með svörtum túss og þegar ég var heppin komst ég í ljósritunarvél og gat þar af leiðandi sparað mikinn tíma....
Stundum er gott að horfa til baka og sjá hvað var að virka í "gamla daga"...sérstaklega þegar maður er að drukna í allri tækninni, "rusl"póstur flæðir inn um allar gáttir, hvort sem það er bréfalúgan eða Outlookið í tölvunni.
Nú er ég búin að skella gömlum afrifumiða í nýtt look...með Total Pakka áherslu. Linkurinn er hér til hliðar undir Total Pakkar. Þið getið nú prufað að vera "gamal dags" og tekið herferð í að hengja upp afrifumiða. Munið bara að breyta öllum upplýsingum á miðanum í ýkkar upplýsingar.
Ef þið eruð með vefsíðu til að beina fólki inná, þá ráðlegg ég ykkur að setja Total Pakka auglýsinguna sem er til inná centernum sem efstu sögu svona til að þetta passi allt saman.
Gangi ykkur vel !
Halldóra "gamla"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2007 | 20:37
Allt að verða Totally crazy í Total Pökkum !
Nú verður tekið á þessum pökkum það sem eftir er sumars og uppskeran sem verður í haust margfölduð !!!
Hér til hliðar er kominn linkur sem heitir Total Pakkar og þar er að finna leiðbeiningar um uppsetningu og framkvæmd á Total Pökkunum, ásamt öllum því sem við setjum í pakkana okkar. Nú getið þið prentað út og smellt ykkur í að mastera pakkana.
Ekki láta það stoppa ykkur ef þið eigið ekki pakkana....
þá notar maður bara litla POKA !!
Nú tökum við þetta...
Allir saman nú !!!!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 09:54
Helgin framundan !
Ekki gleyma að skrá ykkur inná www.nuna.is til að taka þátt í fjölskylduhátíðinni !!
Frábær STS skóli á laugardaginn !! Athugið NÝ TÍMASETNING !!!
Tab Team og World Team með 2500 í maí mæta kl. 9:00 á frábæra Leadership þjálfun með Tove !
Allir aðrir ásamt gestum mæta kl. 11:00
Hlökkum til að sjá ykkur !!
Halldóra & Malli
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 01:41
Stemmingsfundur þriðjudaginn 19. júní kl. 20 !
Þá er komið að mikilvægastu viku mánaðarins....það er hér sem allt gerist....markmiðin verða skýrari....fókusinn stillist....og maður sér að "maður getur þetta" og eftirleikurinn (þ.e. að ná að klára mánuðinn) verður miklu auðveldari.
Við störtum þessari MEGA viku með frábærum Netfundi þar sem við ætlum að fara yfir "það helsta í fréttum", stillum upp vikunni, heyrum sögur og umfram allt stillum fókusinn á jákvæðni og uppskeru !
Kl. 20 - 21: Dreifingaraðilafundur - Fullt af spennandi hlutum... Topp 5, Köln, Nýtt með STS, Fjölskylduhátíð... Ný Promotion..... !!!!
Kl. 21 - 21.30: Viðskiptakynning - Magnhildur Ingólfsdóttir, verðandi Acitve World Team fer yfir viðskiptatækifærið. Hildur er í fullu hásskólanámi en getur "leyft sér" að vinna fulltime í sumar í Herbalife....þvílíkt frelsi !! ÞÚ þarft að vera með gesti á þessum hluta !!!
kl. 21.30 - 22: WT fundur í HM group...tökum ýmsar pælingar með næstu vikur og mánuði og skerpum á því hvert við erum að fara !
Kl. 22: WT fundur inná "stóra hólfinu" þar sem verið er að fara í gegnum bókina Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie. Ragga startar þessari frábæru þjálfun sem enginn má missa af !
Hlökkum til að heyra í ykkur á fundinum.... Vertu viss um að þitt fólk sé þarna !!
Halldóra & Maríus
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 10:14
Draumar eru til að láta þá rætast....
Hversu oft dæmum við fólk fyrirfram..? Eða erum tilbúin að skjóta okkur sjálf niður og dæma okkur úr leik...jafnvel áður en við reynum.
Það hafa allir hæfileika, við þurfum bara að stíga skrefið, takast á við óttann og leyfa okkur sjálfum að skína...
Sama er með fólk í kringum okkur.... Hvað getum við fundið í fari annarra sem styður þá í þessu ferli að láta hæfileikana skína og þora að takast á við óttan....
Demantar eru ekki geislandi og glitrandi í upphafi...það þarf að koma auga á þá innan um alla venjulegu steinana, slípa þá til og vinna þannig að þeir skíni skært.
Í þessu myndbandi er ungur maður kynntur til leiks í hæfileikakeppni og augljóst er af andlitum viðstaddra að væntingarnar eru ekki miklar. Dæmt er af útliti og þegar atriðið hefst glotta menn í laumi og bíða þess að heyra ósköpin sem í vændum eru.En svo gerist eitthvað. Eitthvað alveg stórkostlegt sem enginn átti von á. Og til verður frábært dæmi um ungan mann sem hefur hæfileika og vilja til þess að láta drauma sína rætast.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 11:46
STS skólinn laugardaginn 23. júní !
Á þessum skóla held ég að það sé óhætt að segja að ALLAR afsakanir verði teknar af manni....
Sérstaki gesturinn okkar, President´s Team frá Noregi; Tove Raa Ottesen sér til þess. Hún var kennari og fór af stað í þessi viðskipti þegar hún var við það að verða blind. Hún hefur náð gríðarlegum árangri og er á miklu flugi í viðskiptunum þessa dagana !
Þetta er skóli sem enginn má miss af !
Kveðja
Halldóra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2007 | 11:00
Frábært Vision Workshop !!
Ég held að það sé óhætt að segja að þetta fyrsta Vision Workshop hafi tekist bara þokkalega vel.... Fyrsta sinn sem við tökum live-online fund...
Þvílíkir hlutir sem voru tæklaðir í sameiningu....ég veit að núþegar eru komnar breyttar áherslur hjá mörgum. Frábært hvað allir tóku þátt með því að koma með input í umræðurnar og ég er nokkuð viss um að við græddum öll mjög mikið á þessum hittingi.
Nú er bara að halda áfram að taka svona SVÓT fund reglulega.... hehehe
Og fyrir ykkur hin sem ekki ennþá eruð komin í World Team....þarna gerast hlutirnir og málin rædd á hærra leveli ! Við hlökkum til að fá ykkur inní þennan hóp með okkur !
Kveðja
Halldóra
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 21:13
W - V - W !!
Við ætlum að vera með frábært World Team Vision Workshop sunnudaginn 3. júní kl. 10 - 12 í Centernum. Þarna munum við algjörlega tækla allt sem er að tefja okkur á leiðinni á toppinn.
Innskráningar, hvernig við vinnum með fólki og finnum stað fyrir hvern og einn, hvað þurfum við að gera daglega, vikulega, mánaðarlega, hvernig vinnum við með grúppunni okkar, self motivation.
Og að lokum ætlum við að skoða hluti eins og Vision - Values - Culture !
Við erum búin að vinna hart að því að fá nettengingu í centerinn og það er algjörglega Sigga Ingvars að þakka að það er loksins orðið að veruleika og við getum því boðið WT okkar úti á landi eða í útlöndum að vera með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur stundvíslega með te, próteinbar og sigurattitudið !
Saman munum við taka þetta ALLA LEIÐ !
Kveðja
Halldóra og Malli
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 16:23
S'erstakur fundur í kvöld, þriðjudag kl. 20.30 !
Það er svoooo mikið að gerast og svoooo mikið í húfi þessa dagana að við urðum bara að skella á Fókusfundi inná www.fundur.net
Byrjum kl. 20.30 með fund fyrir alla Supervisora þar sem við ætlum að fara í gegnum fullt af hlutum tengt Köln, EOM, Pökkum, Team Work ofl....
Strax að honum loknum verður svo WT fundur. Þarna verður margt mikilvægt rætt...t.d. WT hittingur...meira um Team Work...Fiesta og Þema...ofl. Kl. 22 færum við okkur svo yfir á stóra fundarhólfið og hittum RJ grúppuna.
Veriði dugleg að taka þátt í fundunum !!
Veriði dugleg að láta fólkið ykkar vita af fundinum !
Halldóra
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)